Félagsstarf Keilis
Golf er í eðli sínu einstaklingsíþrótt, en styrkur Keilis felst í samfélaginu sem myndast í kringum klúbbinn. Í Keili hefur félagsstarf gegnt lykilhlutverki í að skapa umhverfi þar sem allir geta fundið sér stað – hvort sem þeir eru byrjendur, keppnismenn eða félagsmenn sem sækja í félagsskap og útivist.
Félagsstarf er brúin milli einstaklinga og klúbbsins. Með skipulögðum viðburðum, mótum og samverustundum eykst samkennd og tengsl milli félagsmanna. Þetta styrkir ekki aðeins félagslega hlið golfíþróttarinnar, heldur eykur ánægju og tryggð við klúbbinn.
Dæmi um viðburði á árinu:
- Hreinsunardagurinn stórviðburður vorsins
- Bikarkeppni Keilis
- Mótaröð Keiliskvenna
- Mótaröð 65+
- Íslandsmótið í golfi
- Jónsmessumót Keilis
- Meistaramót Keilis
- Bændaglíma Keilis stórviðurður haustsins
- Skötuveisla Keilis vetrarviðburður
- Jólahlaðborð Keilis vetrarviðburður
Þetta eru allt mikilvægir viðburðir í að halda á lofti félagsstarfi innan Keilis og tökum við ávallt vel í allar ábendingar um það sem betur má fara eða bæta í því starfi.