Eldri kylfingar – 65+

 

Golfsumarið 2025 var óvenju litríkt, ekki síst vegna Íslandsmótsins í golfi, sem var haldið á Hvaleyrarvelli og tókst með besta móti í alla staði.
Það var meðal annars að þakka rúmlega 120 sjálfboðaliðum Keilis, sem áttu sinn þátt í að gera mótið eins glæsilegt og það varð.

Að venju voru sjö mót á dagskrá 65+ mótaraðarinnar á árinu og voru tvö þeirra vinamót okkar við jafnaldra okkar úr GKG.

  • Fimmtudagur  12. júní,  á Hvaleyri
  • Miðvikudagur  25. júní, á Leirdalsvelli í Garðabæ (Keilisfélagar fara í heimsókn)
  • Fimmtudagur    3. júlí,  á Hvaleyri
  • Fimmtudagur  17. júlí , á Hvaleyri
  • Fimmtudagur  24. júlí, á Hvaleyri
  • Fimmtudagur  21. ágúst, á Hvaleyri, (GKG-ingar koma í heimsókn)
  • Fimmtudagur    4. september, á Hvaleyri

Af þessum sjö mótum tókst að halda sex, 24. júlí var mótið fellt niður vegna veðurs.

Í sumar léku 85 kylfingar 234 hringi í sex mótum, eða að meðaltali 39 í hverju móti. Í fyrra (2024) léku 62 kylfingar 167 hringi í 6 mótum, að meðaltali 28 í hverju móti.
Árið 2023 léku 92 kylfingar 274 hringi í 7 mótum, að meðaltali 39 í hverju móti.
Leikið var vinamót við jafnaldra okkar í GKG á leirdalsvelli 25. júní.
Alls tóku 42 GK félagar og 37 GKG félagar þátt í mótinu.
Úrslit urðu þau að GKG skoraði 758 punkta og GK 745, 13 punkta munur.

Flesta punkta karla skoraði Axel Þórir Alfreðasson GK, 40 punkta og flesta punkta kvenna skoraði Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir GKG 35 punkta.
Ekki fékkst niðurstaða í höggleiknum úr mótsyfirlitinu á GSÍ vefnum, vegna uppsetningar mótsins.

Garðbæingar fjölmenntu á vinamótið okkar á Hvaleyri 21. ágúst, svo hressilega að þau voru 53 á móti 41 Keilisfélögum. Líklegt er að þau hafi langað að leika Hvaleyrarvöllinn eftir þá jákvæðu umfjöllun, sem hann fékk í Íslandsmótinu, enda urðu þau ekki fyrir vonbrigðum.
GKG hafði unnið okkur með 13 punkta mun í Garðabænum, 25. júní og áttum við því góða möguleika á að ná bikarnum í þetta sinn, en það fór á annan veg. Gestir okkar lögðu okkur með 889 punktum á móti 813 okkar punktum á Hvaleyrinni eða 76 punkta mun. Í báðum mótum samanlögðum skoruðu GKG-ingar 1.647 punkta á móti 1.558 punktum okkar og héldu þar með bikarnum með samtals 89 punkta mun.

Í vinamótinu á Hvaleyri fór Jón Páll Sigurjónsson KGK golu í höggi á 4. braut. Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis veitti Jóni Páli viðurkenningu fyrir holu í höggi.
Flesta punkta skoruðu Einar Breiðfjörð Tómasson GKG, 42 punkta og Edda Jónasdóttir GK, 40 punkta.
Fæst högg slógu Þorbjörg Jónína Harðardóttir GK, 89 hög og Þorsteinn Reynir Þórsson GKG, 74 högg.
Gunnar Árnason forsvarsmaður 65+ Garðbæinga kom að máli við Má eftir mótið og stakk upp á að við næstu ár verði plássum í vinamótin skipt jafnt milli klúbbanna, þannig að hvorugur klúbburinn yfirtaki mótin.
Verður það tekið fyrir hjá mótanefnd Keilis 65+.

Lokahóf mótaraðar Keilis 65 plús.

  1. september 2025 héldum við lokahóf mótaraðar okkar.
    15 sóttu lokahófið, samanborið við 30 til 35 árin á undan.

Már Sveinbjörnsson formaður mótanefndar bauð viðstadda velkomna og rakti helstu atriði mótaraðarinnar.
Því næst báru Hrefna og hennar starfsfólk fram aðalréttinn, hægeldaða lambaskanka með meðlæti.

Eftir aðalréttinn voru veitt verðlaun fyrir unnin afrek:

Mótin eru safnmót þannig að með þátttöku í þeim safna leikmenn stigum samkvæmt frammistöðu í hverju móti fyrir sig og telja fjögur bestu mót hvers kylfings eftir sumarið til verðlauna.

Stig fyrir hvert mót reiknast þannig:
1. sæti = 100 stig, 2. sæti = 80 stig, 3. sæti = 70 stig, 4. sæti = 60 stig, 5. sæti = 50 stig, 6. sæti = 40 stig, 7. sæti = 30 stig, 8. sæti = 20 stig, 9. sæti = 10 stig og
10. sæti = 10 stig.

Ef tveir kylfingar eru jafnir að stigum í lok mótaraðarinnar gildir hærra skor í síðasta móti til sætis, eða næsta móti á undan, ef leikmenn hafi ekki tekið þátt í síðasta móti og svo framvegis.

Afreksverðlaun eru inneignarbréf hjá Golfklúbbnum Keili.

Fyrir 1. sæti kvenna og karla eru verðlaunin 45.000 krónur
Fyrir 2. sæti karla og kvenna eru verðlaunin 20.000 krónur
Fyrir 3. 4. og 5. sæti kvenna og karla eru verðlaunin 10.000 krónur

Eftirtaldir kylfingar hlutu verðlaun í mótaröð Keilis 65+ sumarið 2025:

Konur:

  1. sæti: Guðrún Steinsdóttir, með 340 stig
  2. sæti: Edda Jónasdóttir, með 280 stig
  3. sæti: Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, með 250 stig
  4. sæti: Sigríður Jensdóttir, með 230 stig
  5. sæti: Bryndís Eysteinsdóttir, með 220 stig

Karlar:

  1. sæti: Már Sveinbjörnsson, með 240 stig
  2. sæti: Hálfdán Kristjánsson, með 230 stig
  3. sæti: Gunnar Hjaltalín, með 220 stig
  4. sæti: Tryggvi Þór Tryggvason, með 200 stig
  5. sæti: Björn Árnason, með 190 stig

Að lokinni veitingu afreksverðlauna var dregið um 11 rauðvínsflöskur með slembiúrtaki.

Eftir verðlaunaafheldingu var borinn fram eftirréttur, heit súkkulaðikaka með rjómaís.

Að lokum sleit Már lokahófinu og óskaði viðstöddum góðrar heimferðar.

 

Fyrir hönd allra Keiliskylfinga 65 ára plús.

Már Sveinbjörnsson.