TagMarshal

Á síðasta sumri var tekin upp tæknilausnin Tagmarshal til að fylgjast með leikhraða á golfvellinum okkar. Áætlanir okkar gerðu ráð fyrir að afhending tækjanna yrði fyrir sumarið en tafir á afhendingu gerðu það að verkum að á miðju sumri kom hluti af græjunum til landsins. Það var ekki svo fyrr en eftir lokun golfvallanna að restin var afhent.  

Þetta hafði þau áhrif að það gekk illa að stilla kerfið af og láta það virka eins og best verður á kosið, einnig var þjálfun starfsfólks ábótavant. Þrátt fyrir þessa byrjunarerfiðleika verður að viðurkennast að mikil reynsla og lærdómur fékkst af þessum tíma sem mun nýtast okkur betur á næsta ári. 

Í grunnstillingunum þá var gefinn upp hámarkstími á golfhringinn hjá hverjum ráshóp, 4 klukkustundir og 30 mínútur, það er aftur á móti markmið okkar að stytta þennan tíma á næsta ári. Því með betur uppsettu kerfi þá mun það virka betur og verður auðveldara og réttara að grípa inn í þegar kerfið er ekki að gefa upp vitlausar tafir vegna vanstillinga á kerfinu. Það má því segja að þetta sumar hafi nýst í það að fínstilla kerfið til að fá rétta virkni á það. 

Mikilvæg reynsla fékkst á árinu, við sjáum samt mun betur hvar og hvenær við erum að upplifa tafir á golfvellinum og vegna hvers. Í stuttu máli þá eru vandamálin bundin við komu gesta á völlinn okkar, og má bæta því við að þegar félagsmenn eru einungis að leika þá gengur golfið alla jafna mun betur og hraðar. 

 Áherslan á næst sumri verður því eftirfarandi: 

  • Þjálfun starfsfólks 
  • Stytting á hámarkstíma í 4:15 
  • Viðbragðsáætlun við hægum leik