Fólkið á Hvaleyri

Á aðalfundi Keilis sem haldinn var í Golfskála Keilis þriðjudaginn 3. desember 2024 var stjórn þannig kosin:

 Guðmundur Örn Óskarsson, formaður til eins árs.

Kosið var til stjórnar um 3 sæti til tveggja ára og voru Bjarni Þór Gunnlaugsson, Sveinn Sigurbergsson og Guðríður Hjördís Baldursdóttir kjörin

Fyrir í stjórn voru Tinna Jóhannsdóttir, Ólafur Ingi Tómasson og Már Sveinbjörnsson

Stjórn Keilis var því þannig skipuð á starfsárinu:

  • Guðmundur Örn Óskarsson formaður
  • Guðríður Hjördís Baldursdóttir varaformaður
  • Már Sveinbjörnsson ritari
  • Bjarni Þór Gunnlaugsson gjaldkeri
  • Tinna Jóhannsdóttir meðstjórnandi
  • Ólafur Ingi Tómasson meðstjórnandi
  • Sveinn Sigurbergsson meðstjórnandi

Skoðunarmenn ársreiknings:

Jón Hákon Hjaltalín og Sigurður Tryggvi Sigurðsson

Á starfsárinu voru haldnir 12 formlegir stjórnarfundir, auk fjölmargra nefndafunda og annarra vinnufunda.

Í upphafi starfsársins 2025 voru 1.898 félagar í Golfklúbbnum Keili, en í lok árs eru þeir 2.192.

Þar af eru 774 félagar skráðir á Sveinskotsvöll.

Í ár fjölgaði félögum um 294, er sú fjölgun nánast alfarið á Sveinskotsvelli.

Biðlisti er fyrir árið 2025.

Heilsárstarfsmenn

Framkvæmdastjóri: Ólafur Þór Ágústsson
Veitingasala: Hrefna Helgadóttir
Yfirvallarstjóri: Haukur Jónsson
Aðstoðarvallarstjóri: Rúnar Gunnarsson
Aðstoðarvallarstjóri: Ingibergur Alex Rúnarsson
Framkvæmdir: Chris Elrick
Innheimta/Bókhald: Davíð Kristján Hreiðarsson
Þjónustustjóri Vikar Jónasson
Íþróttastjóri: Birgir Björn Magnússon
Afreksþjálfari: Axel Bóasson
Verkstæði: Sveinn Ingi Nilsen
Hraunkot: Nökkvi Andrésson

Aðrir vallarstarfsmenn

Guðbjartur Ísak hætti störfum í byrjun árs eftir að hafa helgað allan sinn starfsferil golfvellinum. Við þökkum honum kærlega fyrir frábært starf og ómetanlegt framlag í gegnum árin og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Nýr vélvirki:

Sveinn Ingi Nilsen var ráðinn sem vélvirki. Sveinn hefur verið með smurolíu og glussa undir nöglunum í 40 ár og er afar reynslumikill á sviði vélaviðgerða.

Einnig endurheimtum við Christopher Elrick (Chris) aftur, en hann hefur síðustu ár unnið að uppbyggingu á nýju holunum í Brautarholti. Hann er virkilega fær gröfumaður sem mun nýtast okkur einstaklega vel í komandi framkvæmdum.

Auk fastamanna voru það svo þeir Bjarki Freyr Ragnarsson og Helgi Snær sem í vetur voru við uppbyggingu á nýrri starfsmannaaðstöðu.

Alls voru 19 starfsmenn á vellinum í sumar, þar af 14 með tímabundna ráðningu.

Starfsmenn með tímabundna ráðningu árið 2025 voru:

Arnór Egill Einarsson
Bjarki Freyr Ragnarsson
Hannes Ívar Ingólfsson
Haraldur Breki Davíðsson
Heiðar Bjarki Davíðsson
Helgi Marinó Kristófersson
Helgi Snær Björgvinsson
Helgi Valur Ingólfsson
Jón Örn Ingólfsson
Kristján Ólafsson
Magnús Ingi Halldórsson
Markús Breki Steinsson
Tristan Snær Daníelsson
Þorsteinn Ómar Ágústsson.

Eftirlitsmenn og ræsar

Erlingur Atli Atlason, Birkir Óli Júlíusson, Garðar Ingi Sindrason, Brynjar Logi Bjarnþórsson, Ágúst Húbertsson, Hallgrímur Hallgrímsson og Guðbjartur Þormóðsson.

Starfsfólk í golfvöruverslun

Breki Víðisson, Arna Diljá Guðmundsdóttir, Birnir Hergilsson og Karítas Ósk Tynes Jónsdóttir

Samfélagsmiðlar

Ísak Traustason

Þjónustusamningar

Ræstingar, Sólar ehf.

Nefndir (sbr skilgreind svið)

Íþróttanefnd (Forgjafarnefnd, Nýliðanefnd)

Birgir Björn Magnússon íþróttastjóri Keilis, Axel Bóasson afreksþjálfari Keilis, Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdarstjóri Keilis, Sveinn Sigurbergsson sem er í stjórn Keilis, Karolína Helga Símonardóttir og Tinna Jóhannsdóttir sem var formaður nefndarinnar. 

Rekstrarnefnd (Kappleikjanefnd)

Guðmundur Óskarsson, Már Sveinbjörnsson, Bjarni Þór Gunnlaugsson og Ólafur Þór Ágústsson.

Mannvirkjanefnd (Vallarnefnd)

Ólafur Ingi Tómasson  formaður nefndarinnar, Sveinn Sigurbergsson, Ólafur Þór Ágústsson, Bjarni Þór Gunnlaugsson, Guðríður Hjördís Baldursdóttir, Haukur Jónsson, Ingibergur Elvarsson og Rúnar Geir Gunnarsson. 

Markaðsnefnd (Skemmtinefnd)

Tinna Jóhannsdóttir formaður nefndarinnar, Guðríður Hjördís Baldursdóttir, Vikar Jónasson og Ólafur Þór Ágústsson  

Öldunganefnd 65+

Már Sveinbjörnsson Formaður, Lucinda Grímsdóttir, Björk Ingvarsdóttir, Erna Jónsdóttir, Gunnar Hjaltalín og Þórir Gíslason.

Aganefnd

Hálfdan Þór Karlsson.

Orðunefnd

Ágúst Húbertsson.

Kvennanefnd

Rósa Lyng Svavarsdóttir formaður, Kristín Geirsdóttir, Nína Edvardsdóttir, Rut Sigurvinsdóttir, Sigrún Einarsdóttir og Sigurlaug Jóhannsdóttir. 

Laganefnd

Karl Ó Karlsson

Foreldraráð

Ingibjörg Sveinsdóttir, Rannveig Aðalheiður Oddgeirsdóttir, Sandra Halldórsdóttir, Eydís Eyland, Gunnar Þór Sigurjónsson, Guðvarður Ólafsson, Karen Ósk Lárusdóttir, Karolína Helga Símonardóttir, Birgir Björn Magnússon  íþróttastjóri Keilis.