Meistaramót 2025

Meistaramót Keilis fór fram dagana 6-12 júlí. Alls tóku 365 manns þátt í 27 flokkum. Misjafnt veður var á meðan mótinu stóð en því lauk í blíðskaparveðri á laugardeginum.

Nokkrar breytingar og nýjungar voru kynntar til leiks fyrir mótið.

Í fyrsta sinn var haldið mót fyrir meðlimi á Sveinskotsvelli. Mótið var hugsað sem tækifæri fyrir þá sem vildu vera með í stemmningunni sem fylgir Meistaramótinu.

Þá voru gerðar talsverðar breytingar á forgjafarflokkunum og voru þær breytingar gerðar með það að markmiði að jafna leikinn fyrir alla, þvert á flokka, og minnka getumun innan allra flokka.

 

 

Það voru þau Svanberg Addi Stefánsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir sem stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokkum. Bæði voru þau að sigra mótið í fyrsta sinn.

Svanberg háði harða baráttu allt mótið við Axel Bóasson og réðust úrslit ekki fyrr en fór að líða á lokahringinn sem Svanberg lék á 68 höggum. Að lokum sigraði hann með 3 högga mun.

Fjóla var að taka þátt í sínu fyrsta Meistaramóti sem Keilisfélagi. Hún og Þórdís Geirsdóttir voru jafnar þegar mótið var hálfnað og stefndi allt í æsispennandi baráttu á milli nýliðans og kempunnar. Fjóla sýndi stáltaugar og sigraði að lokum með 5 högga mun.

Meðfylgjandi eru úrslit í Meistaramóti Keilis 2025 þar sem þrír efstu kylfingarnir í hverjum flokki eru nefndir. Öll úrslit eru aðgengileg á golfbox.

Meistaraflokkur karla

  1. Svanberg Addi Stefánsson 284 högg
  2. Axel Bóasson 287 högg
  3. Daníel Ísak Steinarsson 293 högg

Meistaraflokkur kvenna

  1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir 301 högg
  2. Þórdís Geirsdóttir 306 högg
  3. Anna Sólveig Snorradóttir 309 högg

1.flokkur karla

  1. Borgþór Ómar Jóhannsson 309 högg
  2. Stefán Jóhannsson 317 högg
  3. Friðleifur Kr. Friðleifsson 318 högg

1.flokkur kvenna

  1. Margrét Berg Theódórsdóttir 340 högg
  2. Kristín Sigurbergsdóttir 342 högg
  3. Anna Snædís Sigmarsdóttir 344 högg

2.flokkur karla

  1. Lárus Long 329 högg
  2. Ívar Ásgrímson 330 högg
  3. Haukur Ólafsson 330 högg

2.flokkur kvenna

  1. Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir 354 högg
  2. Þorbjörg Albertsdóttir 371 högg
  3. Dröfn Þórisdóttr 373 högg

3.flokkur karla

  1. Sveinn Jónsson 352 högg
  2. Baldur Jóhannsson 352 högg
  3. Marteinn Gauti Andrason 354 högg

3.flokkur kvenna

  1. Guðríður Hjördís Baldursdóttir 393 högg
  2. Rósa Lyng Svavarsdóttir 397 högg
  3. Berglind Guðmundsdóttir 397 högg

4.flokkur karla
Höggleikur

  1. Karl Guðmundsson 290 högg
  2. Rafn Halldórsson 293 högg
  3. Skúli Sigurðsson 294 högg

4.flokkur karla
Punktakeppni

  1. Karl Guðmundsson 103 punktar
  2. Hallgrímur Indriðason 97 punktar
  3. Jón Arnar Guðmundsson 97 punktar

4.flokkur kvenna
Höggleikur

  1. Margrét Guðbrandsdóttir 318 högg
  2. Birgitta Strange 320 högg
  3. Arnfríður Kristín Arnardóttir 324 högg

4.flokkur kvenna
Punktakeppni

  1. Margrét Guðbrandsdóttir 117 punktar
  2. Birgitta Strange 117 punktar
  3. Sandra Halldórsdóttir 115 punktar

50-64 ára karlar

  1. Helgi Anton Eiríksson 297 högg
  2. Kjartan Drafnarsson 309 högg
  3. Halldór Ásgrímur Ingólfsson 316 högg

50-64 ára konur

  1. Helga Loftsdóttir 367 högg
  2. Gunnhildur L Sigurðardóttir 397 högg
  3. Ingibjörg Ólafsdóttir 400 högg


65-74 ára karlar
Höggleikur

  1. Tryggvi Þór Tryggvason 245 högg
  2. Jóhannes Pálmi Hinriksson 251 högg
  3. Magnús Birgisson 253 högg

65-74 ára karlar
Punktakeppni

  1. Tryggvi Þór Tryggvason 107 punktar
  2. Jörgen Albrechtsen 106 punktar
  3. Axel Þórir Alfreðsson 102 punktar

65-74 ára konur
Höggleikur

  1. Sigríður Jensdóttir 291 högg
  2. Guðrún Guðmundsdóttir 295 högg
  3. Guðrún Lilja Rúnarsdóttir 300 högg

65-74 ára konur
Punktakeppni

  1. Sigríður Jensdóttir 102 punktar
  2. Guðrún Guðmundsdóttir 95 punktar
  3. Sigurborg M Guðmundsdóttir 93 punktar

75 ára og eldri karlar
Höggleikur

  1. Jónas Ágústssson 253 högg
  2. Jóhannes Jón Gunnarsson 256 högg
  3. Guðmundur Ágúst Guðmundsson 259 högg

75 ára og eldri karlar
Punktakeppni

  1. Jónas Ágústsson 101 punktar
  2. Stefán Jóhannsson 99 punktar
  3. Steinn Sveinsson 96 punktar

75 ára og eldri konur
Höggleikur

  1. Sólveig Björk Jakobsdóttir 294 högg
  2. Kristbjörg Jónsdóttir 336 högg
  3. Gyða Hauksdóttir 338 högg

75 ára og eldri konur
Punktakeppni

  1. Kristbjörg Jónsdóttir 99 punktar
  2. Sólveig Björk Jakobsdóttir 85 punktar
  3. Gyða Hauksdóttir 82 punktar

12 ára og yngri strákar
Höggleikur

  1. Birkir Már Andrason 323 högg

12 ára og yngri strákar
Punktakeppni

  1. Birkir Már Andrason 52 punktar

12 ára og yngri stelpur
Höggleikur

  1. Sólveig Arnardóttir 281 högg

12 ára og yngri stelpur
Punktakeppni

  1. Hrefna Líf Steinsdóttir 123 punktar

13-15 ára strákar
Höggleikur

  1. Máni Freyr Vigfússon 294 högg
  2. Flosi Freyr Ingvarsson 317 högg
  3. Arnar Freyr Jóhannsson 336 högg

13-15 ára strákar
Punktakeppni

  1. Flosi Freyr Ingvarsson 105 punktar
  2. Davíð Steinberg Davíðsson 98 punktar
  3. Jakob Daði Gunnlaugsson 97 punktar

13-15 ára stelpur
Höggleikur

  1. Ester Ýr Ásgeirsdóttir 362 högg
  2. Kristín María Valsdóttir 364 högg
  3. Hrefna Líf Steinsdóttir 373 högg

13-15 ára stelpur
Punktakeppni

  1. Hrefna Líf Steinsdóttir 105 punktar
  2. Ester Ýr Ásgeirsdóttir 102 punktar
  3. Fjóla Huld Daðadóttir 98 punktar

16-18 ára strákar
Höggleikur

  1. Viktor Tumi Valdimarsson 312 högg
  2. Hrafn Valgeirsson 320 högg
  3. Víkingur Óli Eyjólfsson 325 högg

16-18 ára strákar
Punktakeppni

  1. Viktor Tumi Valdimarsson 97 punktar
  2. Hrafn Valgeirsson 88 punktar
  3. Víkingur Óli Eyjólfsson 85 punktar