Íslandsmótið í golfi 2025

 

Einn af hápunktum á síðasta ári var að sjálfsögðu Íslandsmótið í golfi, sem var haldið á Hvaleyrarvelli dagana 7-11 ágúst. Það var mikil eftirvænting í Íslensku golfsamfélagi eftir mótinu enn síðast var Íslandsmótið í golfi haldið 2017 á Hvaleyrarvelli.  

Lykillinn að árangri – undirbúningur 

Eftir mikinn undirbúning hjá starfsfólki, stjórn og lykilsjálfboðaliðum sem búa yfir breiðri þekkingu og reynslu úr íslensku keppnisgolfi. Undirbúningurinn stóð yfir í eitt ár og því var kominn mikil eftirvænting að hefja þessa vegferð. 

Bein sjónvarpsútending 

Það var gaman að fylgjast með Hvaleyrarvelli í beinni útsendingu sem fór fram föstudag, laugardag og sunnudag og stóð alls í 14 klukkutíma. Hvaleyrvöllur sást frá nýju sjónarhorni og festi sig í sessi sem glæsilegasti strandarvöllur á Íslandi. Á útsendinguna horfðu yfir 38 þúsund manns og var því Hvaleyrarvöllur inná 38 þúsund heimilum yfir þessa daga. Þakkir fara til RÚV fyrir fagmannlega vinnu í gegnum þessa útsendingu og að hjálpa okkur að líta svona vel út. Enn um 40 manns komu að útsendingunni hjá RÚV. 


Mikilvægi Sjálfboðaliðanna 

Sjálfboðaliðarnir gegndu lykilhlutverki í velgengni Íslandsmótsins. Án þeirra hefði verið erfitt að framkvæma þennan umfangsmikla viðburð með þeim hætti sem raun bar vitni. Þeir lögðu fram tíma sinn, orku og hugsjón til að tryggja að mótið færi fram eins vel og raun bar vitni.  

Sjálfboðaliðarnir voru á öllum sviðum, allt frá aðstoð við skorkort, dómgæslu, að þjónustu við gesti og keppendur. Þau sköpuðuð jákvætt andrúmsloft og hvetjandi umhverfi, sem jók ánægjuna bæði hjá kylfingum og áhorfendum. Vinna ykkar tryggði að allir gátu notið mótsins, og voruð einnig mikilvægur samfélagslegur tengill sem styrkti allt móthaldið á svæðinu. 

Nýjungar sem gengu upp – umgjörð áhorfenda 

Í aðdraganda mótsins var vel skoðað hvað væri hægt að gera til að bæta umgjörð áhorfenda. Golfíþróttin er ein sú vinsælasta á landinu og því mætti búast við að áhorfendur myndu sýna mótinu áhuga í meira mæli enn áður. Til að sýna það í verki að við værum tilbúin undir áhorfendur þá var komið fyrir risaskjá við 15 flöt og “FANZONE” áhorfendasvæði var sett upp við 14. flötina. Einnig var lögð áhersla að komast inní helstu Hlaðvarpsþætti og útvarpsþætti til að kynna þessar nýjungar og koma þannig á framfæri við almenning að mótið væri opið öllum til að koma að njóta og fylgast með.

Samfélagsleg áhrif 

Að halda Íslandsmótið í golfi skiptir ekki aðeins máli fyrir keppendur, heldur einnig fyrir bein samfélagsleg áhrif sem Keilir hefur á nærsamfélagið. Með því að halda svona stórt mót styrkir klúbburinn sjálfbærni og vöxt í golfsamfélaginu, sem aukið hefur álit á golfi hjá íbúum Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarbæ, styrktaraðilum Keilis og hefur einnig áhrif á fjölda iðkenda í Íþróttastarfi Keilis. 

Umhverfisvitund 

Lögð var áhersla á umhverfisvernd, sem er ein af meginstoðum í stefnu Keilis. Mótið var skipulagt í samræmi við umhverfislegar kröfur og markmið klúbbsins um að draga úr kolefnisfótspori sínu, sem gerði það að verkum að viðburðurinn var ekki aðeins frábær, heldur einnig ábyrgur.  

Sterkir bakhjarlar 

Til að svona mótahald gangi upp fjárhagslega og framkvæmdalega þá þarf sterka aðalstyrktaraðila. Þá höfðum við svo sannarlega með okkur, Icewear, Hafnarfjarðarbær og Armar stóðu sterkast á bakvið mótahaldið og gerði okkur kleyft að bæta umgjörðina eins og raun bar vitni. Einnig komu fleiri fyrirtæki að mótahaldinu eins og golffjölskylda GSÍ, GSÍ, Myndform, Merking og Steypustöðin sem hjálpaði á ýmsan hátt. Þessir aðilar eiga miklar þakkir skilið fyrir þeirra aðkomu.

Orð formanns Keilis eftir mótið 

Í lokin um Íslandsmótið í golfi 2025 þá grípum við niður í orð formanns Keilis Guðmunds Óskarssonar sem þakkaði fyrir allt saman eftir mótið: 

Keilir – Þvílíkur völlur og þvílíkt mótahald 

Þau hafa verið ótal hrósin sem ég hef fengið að heyra fyrir okkar æðislega völl og frábæru framkvæmd á Íslandsmótinu. 

 Keilir, félagið okkar, hefur stækkað um nokkur númer við þessa samvinnu sem við höfum sýnt í þessu mótahaldi. Það hefur verið einstaklega gaman að vinna með öllum óeigingjörnu sjálfboðaliðunun og starfsfólkinu okkar að þessu stærsta verkefni golfsamfélagsins þetta árið.  

Við getum verið afskaplega stolt af okkar framlagi. Við getum verið afskaplega stolt af okkar bestu kylfingum sem stóðu sig með mikilli prýði. Við eigum 4 kylfinga í topp 12 sætunum hjá körlum og Axel Bóasson nældi í annað sætið. Kvenna megin vann Guðrún Brá eftir umspil og 4 konur eru í topp 18 sætum. 

 Nú er komið að okkur, félögum Keilis, að fá völlinn okkar til baka og vonast ég að sem flest fái tækifæri til að spila næstu daga, okkar bíður einhver besti golfvöllur sem sést hefur hér á landi. 

Njótið og góðar stundir. 

Fyrir hönd stjórnar,
Guðmundur Óskarsson formaður Keilis.