Skýrsla kvennanefndar Keilis 2025 

Eftirfarandi störfuðu í kvennanefnd Keilis árið 2025:

  • Rósa Lyng Svavarsdóttir formaður
  • Kristín Geirsdóttir
  • Nína Edvardsdóttir
  • Rut Sigurvinsdóttir
  • Sigrún Einarsdóttir
  • Sigurlaug Jóhannsdóttir. 

Ársstarfið hófst með púttmótaröðinni sem að venju naut góðs stuðnings. Vel yfir 70 konur tóku þátt og lauk mótaröðinni með lokahófi og verðlaunaafhendingu þar sem þátttakendur komu saman auk þess sem dagskrá sumarsins var kynnt. 

Miðvikudagsmótaröð Keiliskvenna var haldin í sumar líkt og undanfarin ár. Alls tóku yfir 120 konur þátt í fjórum forgjafarflokkum, þremur á Hvaleyrarvelli og einum á Sveinskotsvelli. Mótaröðinni lauk með uppskeruhófi í lok september. 

Vinkonumótið, sem er árlegur viðburður haldinn til skiptis með Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbnum Oddi, var að þessu sinni haldið með konum úr Golfklúbbnum Oddi. Spilaðir voru tveir keppnisdagar, einn á hvorum velli. Þrátt fyrir slæmt veður báða dagana var þátttaka mjög góð. Tæplega 100 konur mættu og almenn stemning var einstaklega jákvæð. Að loknum seinni deginum var boðið upp á kvöldverð og verðlaunaafhendingu. Keiliskonur unnu mótið og fengu vinkonubikarinn afhentan.

Opna kvennamót Keilis í samstarfi við Icewear fór fram í ágúst með um 160 keppendum. Mótið hefur fest sig í sessi sem eitt af veglegri kvennamótum landsins, bæði hvað varðar þátttöku og vinninga. Mjög góð mæting var á verðlaunaafhendingu og kvöldverð sama kvöld. 

Haustferð Keiliskvenna var farin í september, en tæplega 100 konur tóku þátt í ferðinni. Spilaður var Hamarsvöllur í Borgarfirði og um kvöldið var haldið lokahóf á Hótel Hamri. Í golfmótinu var öllum þátttakendum skipt í tvö lið, “bleika” og “bláa” liðið, og héldu frábærir fyrirliðar utan um liðin tvö sem kepptu sín á milli í léttu og skemmtilegu keppnisformi.