Samfélagsmiðlar

Undanfarin 2 ár hefur stjórnin aukið áherslu á upplýsingagjöf til félagsmanna. Stjórnin hefur sett saman birtingaráætlun þar sem skipulagt er hvenær stjórnarmenn og lykilstarfsmenn komi með stutt innlegg um málefni líðandi stundar eða sem liggur þeim á hjarta. Þetta hefur gengið vel en birtar voru á árinu 17 greinar með því markmiði að efla upplýsingagjöf til félagsmanna. 

 

Samfélagsmiðlar eru ekki aðeins kynningarverkfæri – þeir eru hluti af þjónustu og upplifun Keilis. Með öflugri nærveru á netinu tryggjum við að klúbburinn sé aðgengilegur, nútímalegur og lifandi. Samfélagsmiðlar eru öflugur vettvangur til að kynna klúbbinn fyrir gömlum og nýjum kylfingum og styrkja tengsl við samstarfsaðila. Sterk og fagleg nærvera eykur traust og sýnileika. 

 

 

 

 

Myndir, myndbönd og sögur frá mótum og viðburðum skapa tilfinningu fyrir þátttöku og samstöðu. Þetta eykur ánægju og hvetur fleiri til að taka þátt í félagsstarfi Keilis og einnig veitir okkur tækifæri á að veita innsýn á bakvið tjöldin í starfseminni okkar.

Nú á síðasta ári þá var farin sú leið að reyna að styrkja samfélagsmiðla okkar enn meira. Ráðinn var í verkið yfir sumartímann ungur og lifandi samfélagsmiðlasnillingur að nafni Ísak Traustason. Virknin hjá okkur jókst til muna og fylgjendum fjölgaði mjög á árinu. Aukningin nam 17% og eru fylgjendur á Insta og FB nú um 5000 manns.

Það er von okkar að þessi tilraun hafi mælst vel fyrir og verður til þess að styrkja ásjónu Keilis á miðlum sínum. Stefnt er að halda áfram á þessari vegferð.