Veitingasala Keilis

Veitingasala er mikilvægur hluti af upplifun félagsmanna og gesta í Golfklúbbnum Keili. Hún er ekki aðeins þjónusta – hún er hluti af félagsstarfinu og styrkir rekstur klúbbsins.

Hrefna sem hefur borið hitann og þunga af þessum rekstri og hefur gert með eindæmum vel, á hún miklar þakkir skyldar fyrir hennar framlag. Einnig þá gegnir lykilhlutverki hún Barbara sem hefur borið hitann og þungann af matseldinni í nú alltof litlu eldhúsi sem á engan hátt annar þeirri umferð sem fer í gegnum þetta litla eldhús. Það má því segja að það séu unnin kraftaverk á hverjum degi við erfiðar aðstæður.


Það er ánægjulegt að sjá það í viðhorfskönnuninni að veitingasalan fái mjög góða einkunn og er vel yfir okkar lágmarksviðmiðunnum sem settar eru í henni, þannig að almenn ánægja félagsmanna mælist af þessari starfsemi hjá okkur.
 

Veitingasala okkar er meira en matur og drykkur – hún er hluti af heildarupplifuninni og styrkir bæði samfélagið okkar og rekstur klúbbsins.