Íþróttastarf Keilis

Flottur stígandi

Í þessari skýrslu er hægt að sjá tölulegar upplýsingar um fjölda iðkenda á æfingum, íslandsmeistaratitla, sigra og verðlaunapalla í íþróttastarfinu og þáttöku í mótum fullorðinna, ungmenna og barna.

Hægt er að sjá stíganda í starfinu sem átt sér stað árið 2025 með fjölgun iðkenda og bættum árangri. Þessi stígandi kemur frá auknum áhuga og metnaði kylfinga okkar sem er bersýnilegur í æfingaaðstöðum klúbbsins þar sem iðkendur okkar æfa sig á degi hverjum.

Okkar helsta hlutverk sem íþróttastarf er að varðveita og rækta þennan áhuga og metnað iðkenda okkar á íþróttinni til þess að halda þessum stíganda til framtíðar með enn meiri fjölgun iðkenda, fleiri keppendum og bættum árangri.

Birgir Björn Magnússon
Íþróttastjóri Keilis