Leiknir hringir
Golfárið 2025 fer sannarlega í sögubækurnar sem eitt af þeim allra viðburðarríkustu hjá klúbbnum. Sumarið var óvenju gott, veðrið hagstætt og aðstæður á vellinum almennt til fyrirmyndar. Kylfingar nýttu frábæra tíð til fulls og það sást skýrt á fjölda leikinna hringja.
Hvaleyrarvöllur opnaði 10. maí og lokaði 21. október, sem gerir tímabilið alls 165 daga. Á þessu tímabili voru leiknir 35.575 hringir, sem er veruleg aukning frá fyrri árum og endurspeglar þann mikla kraft sem ríkir í golfstarfi félagsins.
Aðsóknin á Sveinskotsvöll heldur áfram að aukast. Þar voru leiknir 15.620 hringir, sem er aukning frá 12.279 hringjum árið áður. Kylfingar nýttu völlinn jafnt til æfinga sem og til skemmtilegra styttri golfhringa og skapaðist þar lífleg stemming allt sumarið.
Hvernig er skiptingin?
Hér fyrir neðan er hægt að sjá annars vegar hvernig leiknir hringir skiptast á milli karla og kvenna og hinsvegar félagsmanna Keilis og annarra. Einnig er hægt að sjá skiptingu á milli vallanna okkar, Sveinskotsvallar og Hvaleyrarvallar.
Að lokum má sjá hvernig rástímabókanir skiptast á milli bókaðra tíma, móta og lokana.






